Leikur um sæti í 1. deild á næsta ári verður 11. maí
Leikur KR-A (liðsins í 5. sæti í 1. deild) og Víkings-D (liðsins í 2. sæti 2. deildar) um sæti í 1. deild karla á næsta keppnistímabili fer fram í TBR-húsinu miðvikudaginn 11. maí kl. 18.
Lið KR-A skipa Breki Þórðarson, Hlöðver Steini Hlöðversson og Pétur Marteinn Tómasson. Í liði Víkings-D hafa í vetur leikið Ingi Darvis Rodriguez, Ísak Indriði Unnarsson, Kamil Mocek og Róbert Már Barkarson. Þá lék Guðmundur Atli Pálmason tvo leiki með liðinu, sem eru fáir leikir til að vera gjaldgengir í úrslitakeppninni.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur leikur fer fram en í fyrra áttu tvö Víkingslið að mætast og því var leikurinn ekki leikinn.
Á forsíðunni má sjá Inga og Ísak í Víkingi-D, sem freista þess að vinna Víkingi-D sæti í 1. deild í haust.
ÁMU