Li Xiaoxia Ólympíumeistari í einliðaleik kvenna
Hin kínverska Li Xiaoxia varð nú áðan Ólympíumeistari í einliðaleik kvenna, eftir 4-1 (11-8. 14-12, 8-11, 11-6, 11-4) sigur á heimsmeistaranum Ding Ning. Li er þriðja á heimslistanum. Mikil barátta var í leiknum, sem var jafn framan af. Í þrígang voru dæmdar uppgjafir af Ding Ning og hún spjölduð fyrir að biðja dómarann um útskýringu. Það hafði greinilega áhrif á hennar leik og Li seig fram úr í seinni hluta leiksins.
Feng Tianwei frá Singapore tryggði sér bronsið með öruggum 4-0 sigri á Kasumi Ishikawa frá Japan.
Verðlaunahafar í einliðaleik kvenna (Mynd: ITTF)
ÁMU (uppfært 2.8.)