Lið BH-A efst í 1. deild karla fyrir lokahelgina
Leikir í 7. og 8. umferð í 1. deild karla voru leiknir í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 11. janúar.
Í 8. umferð mættust tvö efstu liðin í deildinni, og eftir sigur á Víkingi-A náði BH-A forystu og er í efsta sæti fyrir síðasta leikdag. BH-A hefur 14 stig, en Víkingur-A er í 2. sæti með 13. stig. KR-A er í 3. sæti með 10 stig og HK-A í 4. sæti með 7 stig. Í neðstu sætunum eru BH-B með 3 stig og Víkingur-B með 1 stig en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni þar sem það ræðst hvort liðið fellur í 2. deild.
Úrslit úr eintökum viðureignum
Víkingur-B – BH-A 0-6
KR-A – BH-B 6-0
Víkingur-A – HK-A 5-5
Víkingur-B – KR-A 1-6
Víkingur-A – BH-A 1-6
HK-A – BH-B 6-3
Úrslit úr einstökum viðureignum í leikjunum verða aðgengileg fljótlega á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=5F66B372-516E-4B82-B692-D668F43584CE&draw=14
Forsíðumynd af BH-A úr myndasafni. Birgi Ívarsson vantar á myndina.