Lið BH bikarmeistari 2022
Bikarkeppni félaga 2022 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu 3. desember með glæsibrag og öllum til sóma. Sjö lið voru skráð til keppni frá Víkingi, KR, BR og BH.
Í undanúrslitum lék lið Víkings-A, skipað Inga Darvis Rodriguez, Nevenu Tasic og Hlyni Sverrissyni gegn KR-1, skipað Þóru Þórisdóttur, Elvari Kjartanssyni og Ellert Georgssyni. Víkingur-A sigraði lið KR-1 4-1.
Í hinum undanúrslitunum lék lið BH-A, skipað Birgi Ívarssyni, Sól Kristínardóttur Mixa og Magnúsi Gauta Úlfarssyni gegn KR-2, skipað Aldísi Rún Lárusdóttur, Gesti Gunnarssyni og Karli Anderssyni Claesson. BH-A sigraði lið KR-2 4-0.
Úrslitaleikurinn var því á milli Víkings-A og BH-A. Um mjög skemmtilegan hörkuleik var að ræða þar sem BH sigraði að lokum 4-3 og er því bikarmeistari 2022.
Leikir í úrslitaleiknum:
Víkingur-A – BH-A 3-4
Hlynur – Magnús 0-3
Ingi Darvis – Birgir 3-0
Nevena – Sól 2-3
Tvíliðaleikur: Ingi/Hlynur – Birgir/Magnús 2-3
Tvenndarleikur: Ingi/Nevena – Magnús/Sól 3-2
Ingi Darvis – Magnús Gauti 3-2
Hlynur – Birgir 1-3
Byggt á fétt frá Borðtennisdeild Víkings og myndirnar koma þaðan.