Lið BH efst í 1. deild kvenna eftir fyrri hluta keppninnar
Fyrri hluti deildakeppni kvenna var leikinn í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 10. nóvember. Þrjú lið léku í 1. deild kvenna og þrjú í 2. deild kvenna.
Í 1. deild kvenna er lið BH efst eftir fyrri umferðina, en liðið vann báða leiki sína örugglega. BH, sem varð deildarmeistari í fyrra lagði Íslandsmeistara Víkings 6-1, og A-lið KR sömuleiðis 6-1.
Víkingur vann KR-A 6-2.
BH hefur því 4 stig eftir fyrri hluta keppninnar, Víkingur 2 stig og KR-A ekkert stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum verða aðgengileg á vef Tournament Software fljótlega.
Seinni hluti 1. deildar kvenna verður leikinn 29. mars, og þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari.
Forsíðumynd frá Finni Hrafni Jónssyni.