Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lið BH varð Bikarmeistari 2024

Bikarkeppni félaga 2024 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu 17. febrúar með glæsibrag og öllum til mikils sóma. Átta lið voru skráð til keppni frá Víkingi, KR, BR, BM og BH.

Í undanúrslitum lék annars vegar lið Víkings B skipað Stellu Karen Kristjánsdóttur, Benedikt Jóhannssyni og Ísak Unnarssyni gegn liði BH skipað Sól Kristínardóttir Mixa, Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Þorbergi Frey Pálmarssyni. Leiknum leik með örrugum sigri BH 4 – 0. Í hinum undanúrslitaleiknum léku KR A gegn KR B. Í liði KR A léku Helena Árnadóttir, Norbert Bedo og Skúli Gunnarsson og í liði KR B léku Þóra Þórisdóttir, Elvar Kjartansson og Ellert Georgsson. Leikar fóru þannig að KR A sigraði 4 – 1 eftir marga skemmtilega leiki.

Úrslitaleikinn léku því BH gegn KR A. Leikar fóru þannig að BH sigraði 4 – 1 eftir margar hörkuviðureignir.

Úrslit í leiknum

Þorbergur Freyr Pálmarsson – Nobert Bedo 11-8,4-11,6-11, og 6-11
Magnús Gauti Úlfarsson – Skúla Gunnarssyni 11-4, 11-6, 11-5
Sól Kristínardóttir Mixa – Helenu Árnadóttur 4-11, 11-6, 11-5 og 12-10
Tvíliðaleikur karla Magnús/Þorbergur – Norbert/Skúli 12-10, 12-10 og 11-8
Tvenndarkeppni Magnús/Sól -Norbert/Helena 6-11, 11-3,12-14, 11-5 og 11-4

Bikarmeistarar BH 2024 f.v. Þorbergur, Sól og Magnús

Aðrar fréttir