Lið frá BH, KR og Víkingi sigruðu í flokkakeppni unglinga
BH, KR og Víkingur hlutu tvo titla hvert félag á Íslandsmóti í liðakeppni unglinga, sem haldið var í Íþróttahúsi Hagaskóla 11.-12. febrúar. Alls voru 39 lið frá 7 félögum skráð til leiks, sem er mikil fjölgun frá síðasta ári. Þetta árið var í fyrsta skipti keppt í flokki 13 ára og yngri en keppni í 19-21 árs flokki var hætt.
Flokkakeppni pilta fæddra 2004 og síðar
- KR-A (Ari Benediktsson og Steinar Andrason)
- Samherjar-A (Heiðmar Sigmarsson og Úlfur Hugi Sigmundsson)
3.-4. BH-A (Alexander Ivanov, Karl Jóhann Halldórsson og Kristófer Júlían Björnsson)
3.-4. KR-B (Benedikt Vilji Magnússon og Elvin Gyðuson Hemstock)
Þetta var fjölmennasti flokkurinn og kepptu 12 lið í fjórum riðlum. A-lið KR og A-lið Samherja lentu í sama riðli og vann þá KR 3-1. Liðin mættust aftur í úrslitunum og þá vann KR 3-0 sigur.
Verðlaunahafar í liðakeppni telpna. (Mynd: Magnús Stefánsson).
Flokkakeppni telpna fæddra 2004 og síðar
- BH (Alexía Kristínardóttir Mixa og Sól Kristínardóttir Mixa)
- KR-A (Hildur Halla Þorvaldsdóttir og Þuríður Þöll Bjarnadóttir)
3.-4. KR-B (Málfríður Rósa Gunnarsdóttir og Ösp Þorleifsdóttir)
3.-4. KR/Víkingur (Agnes Brynjarsdóttir og Berglind Anna Magnúsdóttir)
Í telpnaflokki voru margir jafnir leikir og hart barist. BH og KR-A voru í sama riðli og vann KR-A innbyrðis leik þeirra 3-0. Liðin mættust svo aftur í úrslitum og þá unnu BH stúlkur baráttusigur 3-1 og tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki. Þær eru fæddar 2006 og eiga því ennþá tvö ár eftir í þessum flokki.
Verðlaunahafar í liðakeppni sveina. (Mynd: Borðtennisdeild BH).
Flokkakeppni sveina fæddra 2002-2003
- Víkingur (Ingi Darvis Rodriquez og Ísak Indriði Unnarsson)
- KR-A (Eiríkur Logi Gunnarsson og Ingi Brjánsson)
3.-4. BH-B (Elías Hrafn Helgason og Reynir Snær Skarphéðinsson)
3.-4. HK (Hlynur Freyr Magnússon og Róbert Baurski)
Víkingur og KR-A unnu alla sína leiki í riðlunum 3-0 en Víkingar voru mun sterkari í úrslitaleiknum og sigruðu 3-1. Víkingur varð því Íslandsmeistari annað árið í röð og skipuðu sömu leikmenn liðið bæði árin.
Verðlaunahafar í liðakeppni meyja. (Mynd: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir).
Flokkakeppni meyja fæddra 2002-2003
- KR-A (Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þórisdóttir)
- KR-B (Lára Ívarsdóttir og Lóa Floriansdóttir Zink)
KR-liðin mættust innbyrðis í úrslitlaleiknum og sigraði A-liðið 3-1.
Verðlaunahafar í liðakeppni drengja. (Mynd: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir).
Flokkakeppni drengja fæddra 1999-2001
- BH-A (Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson)
- KR-A (Ellert Kristján Georgsson og Karl A. Claesson)
- KR-B (Elvar Kjartansson og Gestur Gunnarsson)
- BH-B (Aron Freyr Marelsson og Kristján Kári Gunnarsson)
A-lið BH sigraði örugglega og vann alla sína leiki 3-0. Þetta var annað árið í röð sem BH þeir Birgir og Magnús Gauti sigra í drengjaflokki.
Flokkakeppni stúlkna fæddra 1999-2001
- Víkingur (Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir)
- KR (Ársól Arnardóttir og Guðbjörg Lív Margrétardóttir)
Þessi lið hafa mæst tvisvar í 1. deild kvenna í vetur og í bæði skiptin var um hörkuspennandi leik að ræða. Í þessum leik var líka hart barist en Víkingur hafði sigur 3-1. Ársól átti titil að verja í þessum flokki en Víkingsstúlkurnar sigruðu í meyjaflokki í fyrra og héldu því sigurgöngu sinni áfram.
Úrslit úr öllum leikjum má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=3E2DE109-B9AC-4A45-8135-5BBD8189B274.
Mynd á forsíðu af Ara og Steinari, Íslandsmeisturum í liðakeppni pilta frá Aldísi Rún Lárusdóttur.
ÁMU (uppfært 14.2.)