Lið HK-B enn ósigrað í 2. deild
Leikið var í TBR-húsinu í 2. deild laugardaginn 13. janúar, og var þetta fjórða leikjahelgin af fimm. Fram fóru leikir í 7. og 8. umferð.
Fyrir þessa helgi var B-lið HK í forystu með fullt hús stiga. HK-B héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu báða leiki sína, fyrst gegn BR-A og svo gegn Víkingi-C. HK menn leiða því með 16 stig að loknum 8 leikjum. Fast á hæla HK-B kemur Víkingur-B, sem hefur 14 stig. Þessi lið mætast á síðasta leikdegi, þann 10. febrúar. Í 3. sæti er BR-A með 10 stig, og á ekki lengur möguleika á sigri í deildinni.
Úrslit úr einstökum viðureignum
KR-C – Víkingur-C 5-5
HK-B – BR-A 6-2
HK-C – Víkingur-B 0-6
Víkingur-C – HK-B 0-6
BR-A – HK-C 6-2
Víkingur-B – KR-C 6-0
Forsíðumynd af Viktori Berzoi úr myndasafni.