Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lið Inga Darvis varð deildarmeistari í Svíþjóð

Ingi Darvis, Íslandsmeistarinn í borðtennis 2024, sem leikur með Horreds BTK í sænsku 1. deildinni (Division 1 Herrar Västra) varð deildarmeistari um helgina eftir harða keppni við Lidan BTK. Liðin enduðu með jafn mörg stig en lið Inga var með betra vinningshlutfall.

Í lokaleik deildarinnar vann Horreds BTK lið Svanesunds BTK 8-1 þar sem Ingi sigraði báða sína leiki auk þess að vinna tvíliðaleikinn.

Lokaúrslit deildarinnar og einstök úrslit má finna á vef Sænska borðtennissambandsins.

Við óskum Inga Darvis til hamingju með árangurinn!  Meðfylgjandi myndir bárust frá Inga Darvis.

 

Aðrar fréttir