Lið Íslands á Smáþjóðaleikunum í Andorra
Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra 26.-31. maí. Borðtennislandslið Íslands á mótinu skipa þau Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Nevena Tasic, Víkingi. Þau eru öll hokin af reynslu og verður gaman að fylgjast með þeim á mótinu.
Nevena náði bestum árangri íslenska liðsins á síðustu leikum þegar hún komst í 8-manna úrslit í einliðaleik.
Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, verður með liðinu á mótinu.
Ísland sendir fjölda keppenda í hinum ýmsu greinum á leikana en alls er keppt í 17 greinum á þessum leikum.
Þau Aldís, Ingi Darvis og Nevena ferðast á mótið frá Íslandi, en Magnús Gauti, sem er við nám í Svíþjóð ferðast með Peter landsliðsþjálfara frá Svíþjóð. Auk þeirra verður Aleksandra, eiginkona Nevenu og Nika dóttir þeirra á mótinu.
Vefsíða mótsins: https://gsse-andorra2025.com/en/