Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lið Víkings varð í gærkvöldi Íslandsmeistarar 2014 í 1. deild karla og kvenna.

Karla lið Víkings sigraði lið KR 4 – 1 í úrslitaleik.

Magnús K. Magnússon byrjaði á því að sigra Gunnar Snorrason 3 – 0.  Magnús Finnur Magnússon tapaðí síðan fyrir Breka Þórðarsyni  1 – 3.  Daði Freyr Guðmundsson sigraði því næst Kjartan Briem 3 – 1.

Tvíliðaleikinn sigruðu síðan Daði og Magnús þá Gunnar og Kjartan 3 – 1.   Magnús K. Magnússon sigraði Breka Þórðarson 3 – 0.

Lið Íslandsmeistara Víkings er skipað þeim Magnúsi K. Magnússyni, Daða Freyr Guðmundssyni, Magnúsi F. Magnússsyni, Óla P. Geirssyni og Ársæli Aðalsteinssyni. 

 

Kvenna lið Víkings sigraði lið KR 3 – 0 í úrslitaleik.

Lið Íslandsmeistara Víkings er skipað þeim Evu Jósteinsdóttur, Lilu Rós Jóhannesdóttur og Eyrúnu Elíasdóttur.

Lilja Rós Jóhannesdóttir byrjaði á því að sigra Guðrúnu Björnsdóttur 3 – 1.  Leik nr. 2 sigraði Eva Jósteinsdóttir  Aldísi Rún Lárusdóttur  3 – 1.  Tvíliðaleikinn sigruðu síðan Eva og Lilja,  Guðrúnu og Sigrúnu 3 – 0 í hörkuleik.

Aðrar fréttir