Þá er keppni lokið á Arctic open í Grænlandi. Í kvennaflokki gerði Kolfinna Bjarnadóttir sér lítið fyrir og vann félaga sinn Aldísi Rún Lárusdóttur 4-2 í úrslitum. Varð hún þar með fyrsti íslenski sigurvegarinn í kvennaflokki á Arctic open. Í karlaflokki beið Kári Mímisson lægri hlut fyrir grænlenskum leikmanni.
© Borðtennissamband Íslands