Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lokamót BTÍ 2024 – Lokastaða

Lokamót BTÍ verður haldið á miðvikudaginn 15. maí 2024 í íþróttahúsi Hagaskóla. Mótið hefst kl. 18:00 með 8 manna úrslitum karla og kvenna.

Staðfestur þáttökulisti liggur nú fyrir og eftir nokkur forföll lítur lokastaðan fyrir mótið svona í opnum flokki karla og kvenna:

Opinn flokkur karla:

1. Magnús Gauti Úlfarsson 18 stig
2. Bedo Norbert 10 stig
3.-4. Pétur Gunnarsson 8 stig
3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson 8 stig
5. Ellert Kristján Georgsson 6 stig
6. Magnús Jóhann Hjartarson 4 stig
7. Þorbergur Freyr Pálmarsson 3 stig
8. Skúli Gunnarsson 1 stig*

*Dregið var á milli sex leikmanna sem voru allir með 1 stig.

Opinn flokkur kvenna:

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir 14 stig
2. Aldís Rún Lárusdóttir 10 stig
3. Guðrún Gestsdóttir 6 stig
4. Helena Árnadóttir 4 stig
5.-6. Magnea Ólafs 1 stig
5.-6. Kristín Magnúsdóttir 1 stig

Dregið verður á milli þeirra sem eru jafnir að stigum á leikdegi þegar allir leikmenn eru mættir.

Dagskrá mótsins er örlítið breytt vegna nokkra forfalla en lítur nú svona út:

18:00 – 8 manna úrslit karla og kvenna
18:40 – Undanúrslit karla og kvenna
19:20 – Úrslit karla og kvenna
20:00 – Verðlaunaafhending

Leikið verður með beinum útslætti og þarf að vinna 4 lotur til að sigra leikinn. Sigurvegari í karla og kvennaflokki hlýtur 30.000kr verðlaunafé og fá öll hin sætin gjafabréf eða vörur frá styrktaraðilum mótsins.

Dráttinn fyrir mótið má sjá hér að neðan skv reglum um lokamót BTÍ:

 

Styrktaraðilar mótsins

 

Aðrar fréttir