Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lokamótið fer fram 15. maí

Lokamótið sem er nýjung í mótahaldi BTÍ fer fram 15. maí í Hagaskóla. Þar munu efstu 8 keppendur í bæði karlaflokki og kvennaflokki keppa en eins og reglur mótsins segja fyrir um keppa þeir sem fengu flest samanlögð stig á mótunum fjórum sem voru skilgreind sem hluti af mótaröðinni.

Sá leikmaður sem safnar flestum stigum yfir tímabilið lendir í 1. sæti í mótaröðinni, sá sem safnar næst flestum stigum yfir tímabilið lendir í 2. sæti og svo framvegis. Ef tveir eða fleiri leikmenn enda með jafn mörg stig er röðin ákvörðuð með hlutkesti.

Efstu 8 leikmennirnir í mótaröðinni raðast svo í töflu þar sem 1. sæti leikur við 8. sæti, 2. sæti leikur við 7. sæti, 3. sæti leikur við 6. sæti og 4. sæti leikur við 5. sæti. Spilað verður með beinum útslætti á lokamótinu.

Þarf að vinna leikinn með 4 lotum og það er beinn útsláttur. Leikið verður með stiga 3* kúlum

Dagskrá:

18:00 – 8 manna úrslit kk
18:40 – 8 manna úrslit kvk
19:20 – Undanúrslit kk & kvk
20:00 – Úrslit kk & kvk

Í eftirfarandi töflu má sjá þá keppendur sem fengu flest stig. Endanleg röðun á mótinu verður birt á næstu dögum.

Nafn kk Stig Nafn kvk Stig
1 Magnús Gauti Úlfarsson 18 1 Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir 14
2 Bedo Norbert 10 2 Sól Kristínardóttir Mixa 12
3-4= Pétur Gunnarsson 8 3 Aldís Rún Lárusdóttir 10
3-4= Eiríkur Logi Gunnarsson 8 4-5= Guðrún Gestsdóttir 6
5-6= Ellert Kristján Georgsson 6 4-5= Nevena Tasic 6
5-6= Óskar Agnarsson 6 6 Helena Árnadóttir 4
7 Magnús Jóhann Hjartarson 4 7 Anna Sigurbjörnsdóttir 3
8 Þorbergur Freyr Pálmarsson 3 8-9= Magnea Ólafs 1
9 Noah Takeuchi Lassen 2 8-9= Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 1

Aðrar fréttir