No image

Síðasta mótið í aldursflokkamótaröð BTÍ 2019-2020 var haldið 9. febrúar. Að móti loknu voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu keppendurna í hverjum flokki á mótaröðinni.

Stigahæstu keppendurnir í hverjum flokki voru Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR (24, stig, tátur 11 ára og yngri); Tómas Hinrik Holloway, KR (14 stig, hnokkar 11 ára og yngri); Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi (16 stig, telpur 12-13 ára); Alexander Chavdarov Ivanov, BH (20 stig, piltar 12-13 ára); Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon (16 stig, meyjar 14-15 ára); Eiríkur Logi Gunnarsson, KR og Kristófer Júlían Björnsson, BH (16 stig, jafnir í flokki sveina 14-15 ára); Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR (16 stig, stúlkur 16-18 ára); Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH (22 stig, drengir 16-18 ára).

Meðfylgjandi er lokastaðan í mótaröðinni:

Myndir af verðlaunahöfum:

Tátur 11 ára og yngri
Hnokkar 11 ára og yngri
Telpur 12-13 ára

Piltar 12-13 ára, sjá forsíðumynd.

 

Meyjar 14-15 ára
Sveinar 14-15 ára
Stúlkur 16-18 ára
Drengir 16-18 ára

Myndir af verðlaunahöfum í mótaröðinni frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Tags

Related