Lokastaðan í aldursflokkamótaröðinni
Aldursflokkamót Víkings þann 21. febrúar var þriðja og síðasta mótið í aldursflokkamótaröð BTÍ 2020-2021. Á mótinu voru veittar viðurkenningar til þeirra leikmanna sem urðu í efstu sætunum á mótaröðinni.
Sigurvegarar í aldursflokkunum urðu þessir:
- Tátur fæddar 2010 og síðar: Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
- Hnokkar fæddir 2010 og síðar: Þorsteinn Jakob Jónsson, BH
- Telpur fæddar 2008-2009: Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi
- Piltar fæddir 2008-2009: Alexander Ivanov, BH
- Meyjar fæddar 2006-2007: Enginn keppandi skráður
- Sveinar fæddir 2006-2007: Eyþór Birnir Stefánsson, Umf. Selfoss
- Stúlkur fæddar 2003-2005: Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- Drengir fæddir 2003-2005: Steinar Andrason, KR
Lokastöðuna í mótaröðinni má sjá hér:
Myndir af verðlaunahöfum frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.