Lokastaðan í Grand Prix mótaröðinni
Í meðfylgjandi skjali má sjá stöðuna í Grand Prix stigum eftir þau fjögur mót, sem voru á mótaskrá í vetur. Birt með fyrirvara um að allt sé rétt skráð.
Átta stigahæstu karlarnir og konurnar vinna sér keppnisrétt á lokamótinu, sem haldið verður 30. mars. Fjöldi stiga skiptir einnig máli þar sem stigahæsti keppandinn keppir við þann stigalægsta á lokamótinu, sá næststigahæsti við þann sjöunda, o.s.frv. Ef tveir eða fleiri leikmenn hafa hlotið jafmörg stig dregur mótanefnd BTÍ um röð þeirra, skv. reglugerð um Grand Prix mót.
ÁMU