Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Lokastaðan í Grand Prix og aldursflokkamótaröðunum

Í meðfylgjandi skjölum má sjá lokastöðuna í stigakeppni Grand Prix og aldursflokkamótaraðanna. Átta stigahæstu keppendurnir í mótum vetrarins hafa unnið sér keppnisrétt á lokamótunum, sem fara fram 16. apríl (sjá nánar í annarri frétt frá 11. apríl).

Dregið hefur verið um röð þeirra sem voru jafnir að stigum en ekki hefur verið dregið um röð varamanna. Ef keppendur ætla ekki að þiggja sæti á mótunum eru þeir beðnir um að láta vita sem fyrst, svo hægt sé að boða varamann í þeirra stað. Auk þess er æskilegt að 1-2 varamenn í hverjum flokki mæti á mótið ef forföll skyldu verða á síðustu stundu.

Á lokamótunum er leikið með einföldum útslætti skv. reglugerð, þannig að efsti leikmaður í mótaröðinni leikur við nr. 8, nr. 2 við nr. 7, nr. 3 og 6, og nr. 4 og 5. Á ársþingi BTÍ 2014 var eftirfarandi viðbót við reglugerð um Grand Prix mót og reglugerð um aldursflokkamót samþykkt einróma:

„Í næstu umferð leika svo sigurvegarar hjá nr. 1 og nr. 8 gegn sigurvegara nr. 4 og nr. 5 og sigurvegarar hjá nr. 3 og nr. 6 gegn sigurvegara nr. 2 og nr. 7. Mæti einhver boðaðra leikmanna ekki til leiks dettur hann úr töflu og leikmenn fyrir neðan hliðrast upp um sæti. Þá mega næstu leikmenn í röðinni sem ekki komust inn skipa neðstu sæti ef þeir eru á svæðinu tilbúnir til leiks og skal hlutkesti ákvarða röðina.“

Lokastaðan í Grand Prix mótaröðinni: Grand Prix mótaröðin 2015-2016 lokastaða

Lokastaðan í aldursflokkamótaröðinni: Aldursflokkamótaröðin 2015-2016 lokastaða

 

ÁMU

Aðrar fréttir