Lokaumferðirnar í 1. deild karla og kvenna fara fram í vikunni
Lokaumferðirnar í 1. deild karla og kvenna fara fram í vikunni og þá ræðst hvaða lið hampa deildarmeistaratitlunum. Þrír leikir eru þó óleiknir í 1. deild karla úr fyrri umferðum. Báðir leikir Víkings-B og Akurs eru eftir, sem og leikur Víkings-A og Víkings-D. Það er því enn óljóst hvaða lið fellur í 2. deild.
Eftirtaldir leikir fara fram skv. leikjaáætlun:
1. deild karla
Mán. 4. mars kl. 19:45 KR-A – Víkingur-A
Mið. 6. mars kl. 19:00 Víkingur-B – Víkingur-C
Leikur Víkings-D og Akurs hefur þegar farið fram
1. deild kvenna
Mið. 6. mars kl. 20:00 HK – KR-B
Fimmt. 7. mars kl. 19.30 Víkingur – KR-A (leik frestað frá 6. mars)
ÁMU