Lúxemborg gaf leikinn við Ísland í forkeppni EM liða
Lúxemborg gaf lokaleikinn í milliriðli gegn Íslandi í forkeppni EM karlaliða, en leikurinn átti að fara fram í dag. 25. janúar. Tveir af þremur leikmönnum Lúxemborgar voru veikir og því gat liðið ekki mætt til leiks.
Ísland lýkur því keppni í 3. sæti í milliriðli 1 og í 9.-12. sæti í forkeppninni, af 21 liði sem tók þátt.
Liðið lék vel á mótinu, vann Eistland og eina viðureign í leiknum gegn Grikklandi, auk þess sem nokkrir aðrir leikir leikmanna töpuðust í jöfnum leik.
Forsíðumynd af körlunum frá Peter Nilsson, landsliðsþjálfara.