Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Finnur Magnússon sigraði í meistaraflokki á Stóra Víkingsmótinu

Stóra Víkingsmótið í borðtennis fór fram í TBR-húsinu í Laugardal í gær. Keppt var auglýst í öllum stigaflokkum og í eldri flokki karla, en keppni féll þó niður í meistaraflokki kvenna. Víkingar voru sigursælir á mótinu og sigruðu í 4 flokkum af 6, þar af vann Stefán Birkisson tvo flokka.

Víkingurinn Magnús Finnur Magnússon sigraði í meistaraflokki karla eftir að hann lagði Kára Mímisson úr KR 3-0 í úrslitum.

Stefán Birkisson úr Víkingi sigraði Ingimar Ingimarsson úr KR 3-1 í úrslitum í 1. flokki karla.

Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi sigraði Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK 3-0 í úrslitum í 1. flokki kvenna.

Ari Bjarnason úr KR sigraði Patryk Marek Suchocki úr Víkingi í úrslitum í 2. flokki karla.

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK vann Evu Morgan Maurin úr KR 3-1 í úrslitum í 2. flokki kvenna.

Stefán Birkisson úr Víkingi vann Guðmund Örn Halldórsson úr Fjölni 3-0 í úrslitum í eldri flokki karla.

Magnús Finnur Magnússon í deildarleik (mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

ÁMU

Aðrar fréttir