Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Aldís Rún efst í Grand Prix mótaröðinni að loknum tveimur mótum

Að loknum tveimur mótum í Grand Prix mótaröð Borðtennissambands Íslands eru Aldís Rún Lárusdóttir, KR, og Magnús Gauti Úlfarsson, BH efst að stigum í mótaröðinni, með 12 stig hvort í sínum flokki.

Þau tvö Grand Prix mót sem eru eftir á mótaskránni verða haldan af BH og Víkingi 18. og 25. febrúar. Grand Prix mót HK, sem átti að fara fram 12. nóvember féll niður.

Átta stigahæstu karlarnir og konurnar að loknum þessum mótum verður boðið á lokamótið, sem fram fer í TBR-húsinu þann 8. apríl.

Yfirlit yfir Grand Prix stig: Grand prix mótaröðin 2016-17

 

ÁMU

Aðrar fréttir