Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Aldís Rún efst í Grand Prix mótaröðinni

Magnús Gauti Úlfarsson og Aldís Rún Lárusdóttir urðu efst í karla- og kvennaflokki á Grand Prix mótaröðinni að loknum fimm mótum keppnistímabilsins. Magnús fékk 26 stig en Aldís 16.

Átta efstu leikmennirnir í hvorum flokki hafa tryggt sér keppnisrétt á lokamótinu, sem fram fer sunnudaginn 22. apríl í TBR-húsinu. Þeir leikmenn sem hafa tryggt sér keppnisrétt eru:

Karlar:

1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2. Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi

3.-4. Davíð Jónsson, KR

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

5. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH

6. Ingi Darvis Rodriquez, Víkingi

7.-9. Birgir Ívarsson, BH

7.-9. Kári Mímisson, BH

7.-9. Thomas Charukevic, BH

Konur:

1. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

2. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

3. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

4. Guðrún Gestsdóttir, KR

5.-6. Ársól Clara Arnardóttir, KR

5.-6. Nevena Tasic, Víkingi

7. -8. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR

7.-8. Lára Ívarsdóttir, KR

Draga þarf um hverjir þeirra sem eru í 7.-9. sæti í karlaflokki komast inn á lokamótið, og einnig þarf að draga um röð leikmanna þar sem tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir að stigum.

Í reglugerð um Grand Prix mót er kveðið á um hvernig er leikið á lokamótinu en þar mætast nr. 1 og nr. 8, nr. 2 og 7, nr. 3 og 6, og nr. 4 og 5. Ef einhver leikmaður kemst ekki eða mætir ekki til leiks, færast leikmennirnir fyrir neðan hann í röðinni upp um sæti og leikmenn í 9. sæti eða neðar koma inn í réttri röð.

Skjal með lokastöðunni: Grand prix mótaröðin 2017-18

 

ÁMU

Aðrar fréttir