Magnús Gauti og Aldís Rún sigruðu á Grand Prix móti BH
Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Aldís Rún Lárusdóttir, KR sigruðu á Grand Prix móti BH í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 3. apríl. Mótið var hluti af Grand Prix mótaröð Borðtennissambands Íslands.
Magnús Gauti lagði Ingólf S. Ingólfsson úr KR örugglega í úrslitaleiknum 4-0 (11-4, 11-8, 11-9, 11-3). Þetta var fyrsti sigur leikmanns úr BH á Grand Prix móti í borðtennis og hlaut Magnús í verðlaun þyrluflug fyrir tvo. Í undanúrslitum sigraði Magnús Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson úr BH í hörkuleik 4-3, en Jóhannes hafði slegið út næststigahæsta leikmanninn, Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi. Í hinum undanúrslitunum vann Ingólfur Arnór Gauta Helgason úr Víkingi 4-0.
Leik Magnúsar Gauta og Ingólfs má sjá á YouTube: https://youtube.com/watch?v=zckc7cysb5w
Aldís Rún vann Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur úr Dímon 4-2 (11-8, 7-11, 11-8, 11-8, 13-15, 12-10) í úrslitum og fékk í verðlaun gistingu fyrir tvo á Hótel Djúpuvík. Bergrún hefur hafið æfingar að nýju eftir nokkurra ára hlé frá æfingum og keppni. Hún vann Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur úr KR 4-2 í undanúrslitum en Aldís vann Ársól Arnardóttur úr KR 4-0 í hinum undanúrslitunum.
Kári Ármannsson sigraði í B-keppni karla, en hann var 4. stigahæsti keppnandinn og féll úr leik í aðalkeppninni eftir tap fyrir Magnúsi Gauta. Hann sigraði Ísak Indriða Unnarsson úr Víkingi 4-0 í úrslitum B-keppninnar. Ingi Brjánsson og Karl A. Claesson, báðir úr KR, höfnuðu í 3.-4. sæti.
Berglind Ósk Sigurjónsdóttir úr Víkingi varð hlutskörpust í B-keppni kvenna. Hún féll úr leik í aðalkeppninni eftir tap gegn Aldísi. Berglind lagði Karitas Ármannsdóttur úr KR 4-0 í úrslitum í B-keppninni. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi og Þórunn Ásta Árnadóttir úr Víkingi höfnuðu í 3. -4. sæti.
Myndir frá Borðtennisdeild BH. Þær sýna þá verðlaunahafa sem voru mættir við verðlaunaafhendingu og er Sigurður Valur Sverrisson, formaður BTÍ með á sumum myndanna. Auk þess má sjá Magnús Gauta og Jóhannes í leik, Sigrúnu Ebbu og Bergrúnu Lindu, sem og Inga Brjánsson og Ísak Indriða Unnarsson í B-keppni karla. Einnig Ingimar Ingimarsson, mótsstjóra.
Myndir frá Borðtennisdeild BH. Deildin setti upp Twitter reikning á mótinu og er slóðin www.twitter.com/BHBestiheimi
ÁMU