Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Birgir komust áfram á EM unglinga

Einstaklingskeppnin hófst á EM unglinga í dag. Magnús Gauti Úlfarsson vann sinn andstæðing frá Azerbaijan í einliðaleik og komst áfram í næstu umferð. Magnús og Birgir Ívarsson sigruðu svo sína andstæðinga í tvíliðaleik drengja, en þeir voru einnig frá Azerbaijan. Hinir leikirnir töpuðust án þess að lota ynnist, þótt litlu munaði í nokkrum tilfellum.

Næstu leikir drengjanna fara fram 21. júlí. Kl. 10.30 leikur Magnús Gauti í einliðaleik við Patrik Juhasz frá Ungverjalandi í 128 manna úrslitum. Kl. 15.00 leika svo Magnús Gauti og Birgir við Svíana Martin Friis og Truls Moregard í 64 para úrslitumí tvíliðaleik. 

Í gær var leikir til úrslita í liðakeppni. Frakkar urðu tvöfaldir Evrópumeistarar og sigruðu í báðum strákaflokkunum. Heimastúlkur frá Rúmeníu urðu Evrópumeistarar í meyjaflokki og Azerbaijan sigraði í stúlknaflokki. Rússar, sem voru í úrslitum í þremur flokkum af fjórum, máttu bíta í það súra epli að tapa öllum úrslitaleikjunum.

Hægt er að fylgjast með úrslitum á heimasíðu mótsins, https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/

Úrslit úr einstökum leikjum

Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára

Birgir/Magnús Gauti – Mahammad Ibrahim Ansari/Yusif Gafarli, Azerbaijan 3-2 (11-5, 10-12, 8-11, 11-3, 11-5)
Ellert Kristján/Ingi Darvis – Marco Cappuccio/Darius Toma, Ítalíu/Rúmeníu 0-3 (6-11, 6-11, 5-11) 

Einliðaleikur drengja 16-18 ára

Magnús Gauti Úlfarsson – Yusif Gafarli, Azerbaijan 4-2 (9-11, 11-7, 11-9, 11-8, 6-11, 11-3)
Birgir Ívarsson – Yaniv Karmazin, Ísrael 0-4 (6-11, 7-11, 5-11, 11-13)
Ellert Kristján Georgsson – Guy Kouchly, Ísrael 0-4 (3-11, 7-11, 5-11, 4-11)
Ingi Darvis Rodriquez – Benediktas Vaitkevisius, Litháen 0-4 (4-11, 8-11, 9-11, 3-11)

Mynd á forsíðu af fésbókarsíðu BTÍ.

 

ÁMU (forsíðumynd uppfærð 23.7.)

Aðrar fréttir