Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Birgir úr leik á EM unglinga

Keppni í einstaklingsgreinum hélt áfram á EM unglinga í dag. Magnús Gauti Úlfarsson og Birgir Ívarsson töpuðu gegn sænsku pari í tvíliðaleik þrátt fyrir góðan leik, og Magnús Gauti tapaði fyrir ungverskum leikmanni í einliðaleik.

Á morgun leika allir drengirnir í huggunarkeppni (B-keppni) í einliðaleik. Kl. 10.30 mætir Magnús Gauti Dananum Daniel Simonsen og Ellert Kristján Georgsson mætir Ilia Kortchinski frá Belarus (Hvíta-Rússlandi). Birgir leikur einnig kl. 10.30 en nafn andstæðings hans var ekki komið á vef mótsins þegar þetta er ritað, og heldur ekki nafn andstæðings Inga Darvis Rodriquez, sem keppir kl. 11.00. Þessir leikir eru allir í 64 manna úrslitum í huggunarkeppninni. 

Úrslit úr einstökum leikjum

Einliðaleikur drengja 16-18 ára

Magnús Gauti Úlfarsson – Patrik Juhasz, Ungverjalandi 0-4 (5-11, 8-11, 5-11, 9-11) 

Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára

Birgir/Magnús Gauti – Martin Friis/Truls Moregard, Svíþjóð 0-3 (4-11, 5-11, 4-11) 

Mynd á forsíðu af fésbókarsíðu BTÍ. Þar er skrifað meira um gengi drengjanna á móti og þar má sjá fleiri myndir.

 

ÁMU

Aðrar fréttir