Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Jörg, Magnús og Tómas sigruðu á Hjálmarsmótinu

Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Jörg Sonnentag, Víkingi sigruðu í opnum flokki í tvíliðaleik á Hjálmarsmótinu, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 2. apríl. Bræðurnir Magnús og Tómas Holloway, KR, sigruðu í tvíliðaleik í flokki leikmanna með undir 1400 styrkleikastig.

Í opnum flokki voru flest pörin mynduð þannig að leikmenn í meistaraflokki voru dregnir saman af handahófi. Leikið var í riðlum og síðan til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi. Veitt voru peningaverðlaun auk verðlaunapeninga.

Í úrslitum í opnum flokki mættu þeir Magnús Gauti og Jörg Pétri Marteini Urbancic Tómassyni, BH og Skúla Gunnarssyni, KR. Leiknum lauk með 3-1 (12-10, 5-11, 11-6, 12-10) sigri Magnúsar og Jörg. Þessi pör voru saman í riðli en í riðlinum unnu Pétur og Skúli í jöfnum leik. Í 3. sæti höfnuðu Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH og Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi.

Í u1400 flokki þurftu báðir leikmennirnir að vera með færri en 1400 stig á styrkleikalistanum. Bræðurnir Magnús og Tómas unnu alla 5 leiki sína. Í 2. sæti urðu Hergill Frosti Friðriksson og Kristján Ágúst Ármann, BH, sem töpuðu 1-3 fyrir Magnúsi og Tómasi en unnu aðra leiki sína. Anna Sigurbjörnsdóttir, móðir bræðranna, og Guðrún Gestsdóttir, KR, fengu bronsverðlaunin.

Mótið er haldið til minningar um Hjálmar Aðalsteinsson, borðtennismann úr KR, sem lést aðeins 65 ára að aldri árið 2020.

Aðrar fréttir