Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Magnús Jóhann fengu silfur í tvíliðaleik á Arctic

Magnús Gauti Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarson höfnuðu í 2. sæti í tvíliðaleik karla á Arctic mótinu í Nuuk. Þeir töpuðu fyrir grænlensku bræðrunum Ivik og Aqqalu Nielsen í oddalotu í úrslitaleik, eftir að hafa unnið tvær fyrstu loturnar.

Magnús og Magnús lögðu Birgi Ívarsson og Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson í undanúrslitum, svo Ísland fékk líka brons í þessum flokki. Grænlensku bræðurnir lögðu færeyskt par í hinum undanúrslitaleikjunum.

Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir fengu brons í tvíliðaleik kvenna. Þær töpuðu í oddalotu fyrir grænlenska parinu sem sigraði í flokknum.

Aldís Rún Lárusdóttir og Magnús Gauti Úlfarsson fengu brons í tvenndarleik. Þau féllu úr leik fyrir grænlenska parinu sem sigraði í flokknum.

Úrslit í einstökum flokkum:

Tvenndarleikur:
1. Aqqalu Nielsen/Rosa-Marie Petersen, Grænlandi
2. Fródi Jensen/Henrietta Nielsen, Færeyjum
3.-4. Ivik Nielsen/Avi Rødgård, Grænlandi
3.-4. Magnús Gauti Úlfarsson/Aldís Rún Lárusdóttir, Íslandi

Tvíliðaleikur kvenna:
1. Melissa Larsen/Avi Rødgård, Grænlandi
2. Henrietta Nielsen/Anna Mikkjalsdóttir, Færeyjum
3.-4. Karliinannguaq Lundblad/Rosa-Marie Petersen, Grænlandi
3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Íslandi

Tvíliðaleikur karla:
1. Ivik Nielsen/Aqqalu Nielsen, Grænlandi
2. Magnús J. Hjartarson/Magnús G. Úlfarsson
3.-4. Jóhannes Bjarki Urbancic/Birgir Ívarsson, Íslandi
3.-4. Fródi Jensen/Hallur Thorsteinsson, Færeyjum

Á forsíðumyndinni má sjá Magnús Jóhann Hjartarson í Nuuk, mynd af fésbókarsíðu BTÍ.

 

ÁMU (uppfært 20.5.)

Aðrar fréttir