Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Nevena sigruðu á Grand Prix móti HK

Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Nevena Tasic, Víkingi, sigruðu á Grand Prix móti HK í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsinu Fagralundi í Kópavogi laugardaginn 10. nóvember.

Magnús Gauti lagði félaga sinn úr BH, Birgi Ívarsson í úrslitum 4-0 (11-7, 11-8, 11-7, 11-8) og tapaði aðeins einni lotu á mótinu. Það var í undanúrslitum gegn Pétri Marteini Urbancic Tómassyni, BH. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Birgir Örn Þórðarson, HK, 4-1.

Nevena vann hina ungu Agnesi Brynjarsdóttur úr Víkingi 4-0 (11-2, 11-5, 11-7, 11-4) í úrslitaleik og fór í gegnum mótið án þess að tapa lotu. Í undanúrslitum vann Nevena Harriet Cardew úr BH en Agnes vann Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK 4-0.

Faber Pennings, KR, sigraði í B-keppni í karlaflokki. Faber lagði Hlyn Sverrisson úr Víkingi 4-1 í úrslitaleiknum.

Ársól Clara Arnardóttir, KR vann B-keppnina í kvennaflokki og lagði Ársól Stellu Karen Kristjánsdóttur, Víkingi 3-0 í úrslitum.

Úrslit úr leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=A3FD2A75-A6A7-49DE-8476-76F0F18FD0CD

Myndir frá Borðtennisdeild HK.

 

ÁMU (uppfært 12.11.)

Aðrar fréttir