Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Nevena sigruðu á Stórmóti HK og Stiga

Magnús Gauti Úlfarsson, BH, og Nevena Tasic, Víkingi, sigruðu á Stórmóti HK og Stiga, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 12. nóvember. Keppt var í opnum flokkum karla og kvenna.

Í úrslitum í karlaflokki mætti Magnús Gauti Davíð Jónssyni úr KR, og sigraði Magnús 4-2 (12-10, 5-11, 7-11, 11-8, 14-12, 11-6). Í undanúrslitum vann Magnús Ellert Kristján Georgsson, KR, 4-1, en Davíð lagði Gest Gunnarsson, KR, 4-2. Í karlaflokki var fyrst keppt í riðlum en síðan var leikið með útsláttarfyrirkomulagi.

Í kvennaflokki var leikið í einum riðli. Nevena Tasic sigraði, en hún vann alla sína leiki 3-0. Aldís Rún Lárusdóttir, KR varð í 2. sæti, en hún tapaði fyrir Nevenu 6-11, 4-11, 9-11. Guðrún Gestsdóttir, KR, varð í 3. sæti og Anna Marczak, HK, varð í 4. sæti.

Öll úrslit úr leikjum á mótinu fá finna á vef Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/tournament/6F8E8E68-A017-484B-93FD-A7EDD5995807

Verðlaunahafar í kvennaflokki

Verðlaunahafar í karlaflokki með Sigurði Val Sverrissyni, umboðsaðila Stiga. Ellert vantar á myndina.

Myndir frá Reyni Georgssyni.

Aðrar fréttir