Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti og Sól Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa úr BH urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik á fyrsta degi Íslandsmótsins 2025, sem haldið er í TBR-húsinu 28. febrúar til 2. mars.
Magnús Gauti og Sól sigruðu Inga Darvis Rodriguez og Nevenu Tasic, Víkingi 3-0 í úrslitaleik. Magnús Gauti og Sól unnu titilinn árið 2020 en síðustu fjögur ár hefur Ingi Darvis sigrað, árin 2021-2023 með Nevenu en í fyrra með Evu Jósteinsdóttur.

Í 3.-4. sæti voru Magnús Jóhann Hjartarson og Eva Jósteinsdóttir, Víkingi, og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH og Emma Niznianska, BR. Þetta munu vera fyrstu verðlaun BR (Borðtennisfélags Reykjanesbæjar) í meistaraflokki á Íslandmóti.

Keppni á mótinu heldur áfram laugardaginn 1. mars kl. 10 og þá verður leikið fram að undanúrslitum í einliðaleik. Undanúrslit og úrslit verða leikin á sunnudaginn og lýkur mótinu með verðlaunaafhendingu kl. 15.40 á sunnudeginum.

Mynd á forsíðu frá Finni Hrafni Jónssyni.

Aðrar fréttir