Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti sigraði í flokki Herrer A og Sól í flokki Damer junior á Mega Cup

Magnús Gauti Úlfarsson sigraði í flokki Herrer A á Mega Cup mótinu, sem fram fer í Osló helgina 20.-21. maí. Hann sigraði Daniel Myran frá Fornebu borðtennisklúbbnum í oddalotu í úrslitaleik.
Sól Kristínardóttir Mixa vann Polinu Starerovu 3-1 í úrslitum í stúlknaflokki (Damer junior).

Úrslit íslensku leikmanna á seinni degi mótsins, 21. maí:

Magnús Gauti Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarson unnu sinn riðil í flokki Herrer A. Þeir lentu saman í annað skipti á þessu móti í 8 manna úrslitum og vann Magnús Gauti þá viðureign. Magnús Jóhann varð því í 5.-8. sæti. Magnús Gauti sigraði í flokknum, eins og fram kom hér að ofan. Gestur Gunnarsson varð í 2. sæti í sínum riðli og í 9.-16. sæti í útsláttarkeppninni. Sól Kristínardóttir Mixa vann einn leik í riðlinum en komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.

Sól spilaði líka í flokki Damer junior og sigraði í flokknum, eins og fram kom ofar í fréttinni.

Gestur varð í 2. sæti í úrslitum í flokki Herrer B en hann tapaði 9-11 í oddalotu í úrslitaleik fyrir Anders Brennhagen úr B-72.

Allir fimm leikmenn Íslands á mótinu komu því heim með verðlaun.

Ingi Darvis Rodriguez meiddist á il á fyrri degi mótsins og dró sig þess vegna úr keppni eftir sigurinn í flokki Herrer eldre junior.

Ítalinn Mattia Luigi Contu, sem hélt nýlega æfingabúðir á Íslandi, var meðal keppenda á mótinu. Litlu munaði að hann mætti íslensku leikmönnunum í útsláttarkeppni í Herrer A, þar sem hann varð í 5.-8. sæti.

Hér má sjá úrslit úr öllum leikjum á mótinu: http://resultat.ondata.se/000976/

Forsíðumynd af hópnum frá Ingimar Ingimarssyni.

Aðrar fréttir