Magnús Gauti sigraði tvöfalt í Kristianstad
Magnús Gauti Úlfarsson, sem er við nám í Svíþjóð og keppir fyrir IFK Lund borðtennisklúbbinn, sigraði í einliðaleik í flokki Herrsingel Öppen Sweden Tour, á Vårpoolen mótinu sem fram fer í Kristianstad um helgina. Í úrslitum lagði hann Pontus Bölenius frá borðtennisklúbbi Eslövs 3-1.
Magnús Gauti lék líka í flokki Herrsingel 2 og sigraði sömuleiðis í þeim flokki. Hann sigraði Tobias Dahl frá Jämjö BTK 3-0 í úrslitum.
Sjá nánar: https://resultat.ondata.se/001222/
Forsíðumynd frá Magnúsi Gauta.