Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti vann leik í 1-3 tapi gegn Lettum

Íslenska karlalandsliðið hóf keppni í undankeppni EM landsliða í Búlgaríu með leik gegn Lettum. Leikurinn tapaðist 1-3 þar sem Magnús Gauti Úlfarsson vann eina leikinn í framlengdri oddalotu.

Bæði Ingi Darvís og Magnús Jóhann töpuðu einliðaleikjum 1-3, svo það var spenna í fleiri leikjum, og þá sérstaklega í fyrsta leiknum. Þar var Ingi Darvis yfir í fyrstu lotu gegn Arturs Reinholds 10-8 en tapaði. Hann var líka yfir 9-8 í 4. lotu sem tapaðist. Oleg Kartuzovs var of sterkur fyrir íslensku leikmennina en Magnúsi Jóhanni tókst þó að vinna lotu af honum.

Úrslit:

Ísland – Lettland 1-3

Ingi Darvis Rodriguez – Arturs Reinholds 1-3 (14-16, 13-11, 6-11, 9-11)

Magnús Jóhann Hjartarson – Oleg Kartuzovs 1-3 (5-11, 11-9, 3-11, 4-11)

Magnús Gauti Úlfarsson – Alexandrs Maskalonos 3-2 (11-7, 5-11, 13-11, 3-11, 12-10)

Ingi Darvis Rodriguez – Oleg Kartuzovs 1-3 (8-11, 4-11, 7-11)

Hér má sjá úrslit úr leikjunum í riðlinum:  https://www.ettu.org/en/events/european-teams-championships-/stage-1/

Á vefsíðunni er líka „live ticker“ þar sem má fylgjast með stig fyrir sig.

Ísland leikur við Noreg kl. 10 að staðartíma þann 1. apríl og við Búlgaríu kl. 17 sama dag.

Staðan í riðlinum eftir fyrsta leikdag er sú að Noregur hefur leikið tvo leiki og unnið báða. Heimamenn hafa leikið einn leik og unnið hann. Lettland er með einn sigur og eitt tap og Kosovo hefur tapað báðum sínum leikjum.

Forsíðumynd af Magnúsi Gauta úr myndasafni.

Aðrar fréttir