Magnús Gauti vann þrjá flokka í allt á KR Open
Seinni dagur KR Open fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 26. nóvember. Keppt var í sjö flokkum, bæði aldursflokkum og styrkleikaflokkum.
Magnús Gauti Úlfarsson í BH sigraði í tveimur flokkum, opnum flokki A (undir 2500 stig) og í flokki þar sem leikið var með öfugri hendi, til viðbótar við sigurinn í meistaraflokki á fyrri degi mótsins.
Óskar Agnarsson, HK, sigraði í opnum flokki B (undir 2000 stig). Kristján Ágúst Ármann, BH, vann opinn flokk C (undir 1500 stig) og vann þar með sín önnur gullverðlaun á mótinu, því hann vann líka undir 14 ára flokkinn á laugardeginum.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, vann flokk stráka og stelpna 16 ára og yngri, og Benedikt Darri Malmquist, HK, vann flokk 11 ára og yngri.
Þá var keppt í opnum byrjendaflokki, þar sem áratugir skildu að elsta og yngsta leikmanninn, og þar sigraði Brynjar Gylfi Malmquist, HK.
Úrslit í einstökum flokkum:
Opinn flokkur A (undir 2500 stigum) (sjá mynd á forsíðu)
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
- Pétur Gunnarsson, KR
3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
Opinn flokkur B (undir 2000 stigum)
- Óskar Agnarsson, HK
- Alexander Chavdarov Ivanov, BH
3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
3.-4. Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi
Opinn flokkur C (undir 1500 stigum)
- Kristján Ágúst Ármann, BH
- Lúkas André Ólason, KR
3.-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Piotr Herman, BR
Stelpur og strákar yngri en 16 ára
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
- Snorri Rafn William Davíðsson, BR
3.-4. Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Hergill Frosti Friðriksson, BH
Stelpur og strákar yngri en 11 ára
- Benedikt Darri Malmquist, HK
- Brynjar Gylfi Malmquist, HK
- Kári Kristinn Úlfarsson, HK
Opinn byrjendaflokkur
- Brynjar Gylfi Malmquist, HK
- Stefán Logi Svansson, HK
3.-4. Jóhann Ingi Benediktsson, KR
3.-4. Kormákur Garðar Atlason, HK
Flokkur öfugrar handar
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
- Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Björgvin Ingi Ólafsson, HK
3.-4. Pétur Gunnarsson, KR
Myndir af verðlaunahöfum á sunnudeginum frá Hlöðveri Steina Hlöðverssyni.