Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti vann þrjá flokka í allt á KR Open

Seinni dagur KR Open fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 26. nóvember. Keppt var í sjö flokkum, bæði aldursflokkum og styrkleikaflokkum.

Magnús Gauti Úlfarsson í BH sigraði í tveimur flokkum, opnum flokki A (undir 2500 stig) og í flokki þar sem leikið var með öfugri hendi, til viðbótar við sigurinn í meistaraflokki á fyrri degi mótsins.

Óskar Agnarsson, HK, sigraði í opnum flokki B (undir 2000 stig). Kristján Ágúst Ármann, BH, vann opinn flokk C (undir 1500 stig) og vann þar með sín önnur gullverðlaun á mótinu, því hann vann líka undir 14 ára flokkinn á laugardeginum.

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, vann flokk stráka og stelpna 16 ára og yngri, og Benedikt Darri Malmquist, HK, vann flokk 11 ára og yngri.

Þá var keppt í opnum byrjendaflokki, þar sem áratugir skildu að elsta og yngsta leikmanninn, og þar sigraði Brynjar Gylfi Malmquist, HK.

Úrslit í einstökum flokkum:

Opinn flokkur A (undir 2500 stigum) (sjá mynd á forsíðu)

  1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  2. Pétur Gunnarsson, KR

3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR

Opinn flokkur B (undir 2000 stigum)

  1. Óskar Agnarsson, HK
  2. Alexander Chavdarov Ivanov, BH

3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
3.-4. Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi

Opinn flokkur C (undir 1500 stigum)

  1. Kristján Ágúst Ármann, BH
  2. Lúkas André Ólason, KR

3.-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Piotr Herman, BR

Stelpur og strákar yngri en 16 ára

  1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
  2. Snorri Rafn William Davíðsson, BR

3.-4. Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Hergill Frosti Friðriksson, BH

Stelpur og strákar yngri en 11 ára

  1. Benedikt Darri Malmquist, HK
  2. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
  3. Kári Kristinn Úlfarsson, HK

Opinn byrjendaflokkur

  1. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
  2. Stefán Logi Svansson, HK

3.-4. Jóhann Ingi Benediktsson, KR
3.-4. Kormákur Garðar Atlason, HK

Flokkur öfugrar handar

  1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  2. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Björgvin Ingi Ólafsson, HK
3.-4. Pétur Gunnarsson, KR

Myndir af verðlaunahöfum á sunnudeginum frá Hlöðveri Steina Hlöðverssyni.

Aðrar fréttir