Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti varð í 55. sæti og Ingi Darvis í 83. sæti á Finlandia Open

Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauti Úlfarsson luku keppni í einliðaleik karla á Finlandia Open í Helsinki í dag.

Eftir að þeir félagar töpuðu í gær sigurmegin í karlatöflunni léku þeir tapmegin í töflunni um einstök sæti. Magnús Gauti var með vakant í leik um sæti 65-96 og lék því um sæti 49-64. Þar tapaði hann 1-3 (10-12, 11-8, 5-11, 8-11) fyrir Matias Pedraza frá Chile. Hann vann næst Aleksei Mustonen frá Finnlandi 3-2 (11-5, 11-7, 9-11, 8-11, 11-7) en tapaði svo 0-3 (9-11, 10-12, 1-11) fyrir Eric Tillen frá Lúxemborg. Næst lék Magnús við Connor Green frá Englandi í keppni um sæti 53-56 og tapaði 1-3 (9-11, 6-11, 11-9, 7-11). Þá keppti hann við Linus Trummler frá Sviss um sæti 55 og náði fínum leik og vann Magnús Gauti þann leik 3-0 (11-7, 11-7, 11-3). Hann varð því í 55. sæti á mótinu.

Ingi Darvis tapaði naumlega 2-3 (20-18, 11-5, 8-11, 4-11, 12-14) fyrir Rhys Conor Hetherton frá Wales í leik um sæti 65-96. Næst lék hann við Samuli Soine frá Finnlandi og tapaði 0-3 (9-11, 6-11, 4-11). Næst mætti Ingi Lauri Hakaste frá Finnlandi og vann hann 3-0 (11-9, 11-9, 11-8). Því næst var góðkunningi Íslendinga, Ivik Nielsen frá Grænlandi, andstæðingur Inga og tapaði Ingi 0-3 (8-11, 8-11, 5-11). Ingi átti því næst að leika við Arttu Pihkala frá Finnlandi í leik um sæti 83, en sá mætti ekki til leiks og Ingi lauk því keppni í 83. sæti.

Þeir félagar hafa lokið keppni og náðu góðum árangri á þessu móti. Magnús Gauti vann tvo leiki í einliðaleik karla og Ingi Darvis vann einn leik í einliðaleik karla og einn í einliðaleik 21 árs og yngri. Þá unnu þeir auk þess lotur í mörgum leikjum. Þegar fjórir íslenskir keppendur léku á þessu móti árið 2017 luku þeir keppni í sætum 95-112.

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sem dæmir í fyrsta skipti á erlendu móti eftir að hann hlaut alþjóðleg dómararéttindi, á enn eftir að dæma leiki á sunnudeginum.

Forsíðumynd af Magnúsi Gauta úr myndasafni.

Aðrar fréttir