Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Jóhann Hjartarson sigraði í meistaraflokki á Adidas móti Víkings

Adidas stigamótið í borðtennis  fór fram laugardaginn 29. október 2016 í umsjón borðtennisdeildar Víkings. Keppt var í  6 flokkum og voru keppendur Víkings sigursælir þar sem þeir sigruðu í 4 flokkum, KR í einum flokki og BH í einum flokki.

Í meistaraflokki karla léku til úrslita Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi og Magnús Finnur Magnússon, Víkingi.  Leikar fóru þannig að Magnús Jóhann Hjartarson sigraði eftir hörkuleik 3 – 2 (11-13, 8-11, 11-6, 11-9 og 11-7).

Í 1. flokki kvenna sigraði Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi. Önnur var Kristín Magnúsdóttir, KR.

Í 1. flokki karla léku til úrslita Birgir Ívarsson, BH og Ellert Georgsson, KR.  Leikar fóru þannig að Birgir Ívarsson sigraði 3 – 0 (11-6, 11-4 og 11-7).

Í 2. flokki karla léku til úrslita Piotr Zentara, Víkingur og Kamil Mocek Víkingur.  Leikar fóru þannig að Piotr Zentara sigraði 3 – 0 (11-6, 11-8 og 11-8).

Í 2. flokki kvenna sigraði Kristín Magnúsdóttir KR en önnur varð Þóra Þórisdóttir, KR.

Í eldri flokki karla sigraði Jónas Marteinsson, Víkingur en annar varð Pétur Stephensen, Víkingur.

 

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla: 

  1. Magnús Jóhann Hjartarson Víkingur
  2. Magnús Finnur Magnússon Víkingur

3-4.   Ellert Georgsson KR

3-4.   Sindri Þór Sigurðsson Víkingur

adidas-okt-2016-1-fl-ka

1. flokkur karla:

  1. Birgir Ívarsson BH
  2. Ellert Georgsson KR

3-4.   Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur

3-4.   Piotr Zentara Víkingur

adidas-okt-2016-1-fl-kv

1. flokkur kvenna:

  1. Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingur
  2. Kristín Magnúsdóttir KR
  3. Karitas Ármannsdóttir KR
  4. Þuríður Bjarnadóttir KR

adidas-okt-2016-2-fl-ka

2. flokkur karla:

  1. Piotr Zentara Víkingur
  2. Kamil Mocek Víkingur

3-4.    Jóhannes Kári Yngvason KR

3-4.   Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur

adidas-okt-2016-2-fl-kv

2. flokkur kvenna:

  1. Kristín Magnúsdóttir KR
  2. Þóra Þórisdóttir KR
  3. Berglind Magnúsdóttir KR
  4. Þuríður Bjarnadóttir KR

adidas-okt-2016-eldri

Eldri flokkur karla:

  1. Jónas Marteinsson Víkingur
  2. Pétur Ó. Stephensen Víkingur
  3. Guðmundur Halldórsson KR
  4. Sigurður Herlufsen  Víkingur

Keppni féll niður í meistaraflokki kvenna, þar sem aðeins var einn keppandi skráður til leiks.

 

ÁMU, að mestu byggt á frétt frá Borðtennisdeild Víkings

Aðrar fréttir