Magnús Jóhann og Kolfinna hækkuðu mest á styrkleikalistanum á milli ára
Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi hækkaði mest allra á styrkleikalistanum
frá 1. september 2011 til 1. júní 2012. Magnús Jóhann bætti við sig 178
stigum á keppnistímabilinu.
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK hækkaði mest allra kvenna á styrkleikalistanum á sama tíma. Kolfinna bætti sig um 173 stig á keppnistímabilinu.
Miðað er við upphafsstöðuna 1.9. 2011, þ.e. eftir að breytingar voru gerðar á stigagjöfinni á styrkleikalistanum. Í kjölfarið var styttra á milli leikmanna á listanum og því minna um að leikmenn ynnu sér inn mikinn fjölda stiga með sigri í einstökum leikjum.
Yfirlit yfir alla leikmenn, sem léku á síðasta keppnistímabili og stöðu þeirra á styrkleikalista
1.6.2012 má sjá í meðfylgjandi skjölum:
Magnús Jóhann Hjartarson (Mynd Finnur Hrafn Jónsson)
ÁMU