Magnús K. Magnússon sigraði í meistaraflokki á Adidas móti Víkings
Fyrsta borðtennismót vetrarins, Adidas mót Víkings, var haldið í TBR-húsinu í Laugardal 29. september. Keppni var auglýst í öllum stigaflokkum karla og kvenna en keppni féll niður í meistaraflokki kvenna. Þá var keppt í eldri flokki karla.
Í meistaraflokki karla sigraði Magnús K. Magnússon úr Víkingi félaga sinn Daða Frey Guðmundsson í úrslitaleik. Magnús vann Óla Pál Geirsson úr Víkingi í undanúrslitum en Daði lagði Davíð Jónsson úr KR í hinum undanúrslitaleiknum.
ÁMU