Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Kristinn og Aldís Rún sigruðu á Grand Prix móti KR

Grand Prix mót KR var haldið í KR-heimilinu við Frostaskjól í dag. Keppt var í opnum flokki karla og kvenna og komu keppendur frá HK, KR og Víkingi.

Magnús K. Magnússon úr Víkingi átti góðan leik og lagði félaga sinn úr Víkingi, Daða Frey Guðmundsson, 4-2 (11-6, 7-11, 11-5, 5-11, 11-8, 11-3) í úrslitum. Í undanúrslitum hafði Magnús unnið Gunnar Snorra Ragnarsson úr KR 4-0 en Daði vann Davíð Jónsson úr KR 4-2 í hinum undanúrslitaleiknum.

Í kvennaflokki sigraði Aldís Rún Lárusdóttir úr KR Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK örugglega 4-0 (11-6, 11-9, 11-5, 11-7) í úrslitaleik.

Verðlaunahafar í opnum flokki karla. Gunnar Snorra Ragnarsson vantar á myndina (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)
ÁMU

Aðrar fréttir