Magnús Kristinn og Eva sigruðu í meistaraflokki á Coca-Cola móti Víkings
Coca Cola mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 27. apríl 2013 og var jafnframt síðasta stigamót keppnistímabilsins 2012-2013. Keppt var í 7 flokkum, meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla og kvenna og eldri flokki karla. Fjölmargir keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, HK og BH.
Í meistaraflokki karla sigraði Magnús K. Magnússon Víkingi eftir að hafa sigrað Gunnar Snorra Ragnarsson KR í úrslitaleik 3 0 (11 9, 11 8, 12 10).
Í meistaraflokki kvenna léku til úrslita Eva Jósteinsdóttir Víkingi gegn Aldísi Rún Lárusdóttur KR. Leikar fóru þannig að Eva sigraði 3 0 (11 6, 11 8, 11- 8).
ÁMU (texti frá Pétri Stephensen)
Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna (Mynd: Pétur Stephensen).