Magnús K. Magnússon sigraði félaga sinn úr Víkingi Daða Frey Guðmundsson í úrslitum í meistaraflokki karla á stigamóti Víkings í TBR-húsinu í gær. Úrslitaleiknum lauk með 3–1  (9-11, 13-11, 12-10, 11-6) sigri Magnúsar. KR-ingarnir Einar Geirsson og Gunnar Snorri Ragnarsson höfnuðu í 3.-4. sæti.

Fríður Rún Sigurðardóttir úr KR sigraði í meistaraflokki kvenna. Önnur varð Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi og Guðfinna Magnea Clausen úr KR varð þriðja. Fríður vann Eyrúnu 3-0.

ÁMU