Magnús Kristinn og Guðrún sigruðu á Grand Prix móti HK
Verðlaunahafar í kvennaflokki (Mynd: Vefur HK)
Magnús Kristinn Magnússon, Víkingi og Guðrún G Björnsdóttir, KR sigruðu á Grand Prix móti HK, sem fram fór í Fagralundi í gær.
Magnús sigraði Jacob Jørgensen úr Akri 4-2 (12-10, 7-11, 8-11, 15-13, 11-7, 11-4) í úrslitum í opnum flokki karla.
Guðrún lagði Sigrúnu Ebbu Tómasdóttur úr KR 4-0 (13-11, 11-8, 11-5, 11-5) í úrslitum í opnum flokki kvenna.
Erlendur Guðmundsson úr Víkingi sigraði í B-keppninni.
ÁMU