Magnús Kristinn og Lilja Rós Íslandsmeistar í tvenndarkeppni
Verðlaunahafar í tvenndarkeppni (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).
Á fyrri degi Íslandsmótsins var leikið til úrslita í tvenndarkeppni. Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Davíð Jónssyni og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleik 3-1 (8-11, 11-7, 11-6, 11-8). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Magnúsar í tvenndarkeppni en Lilja sigraði árið 2001 og 1997.
Í undanúrslitum unnu Magnús og Lilja Gunnar Snorra Ragnarsson og Guðrúnu G Björnsdóttur úr KR 3-1 en Davíð og Aldís sigruðu Daða Frey Guðmundsson og Evu Jósteinsdóttur úr Víkingi 3-2.
Í dag var einnig leikið fram að úrslitum í 1. og 2. flokki og fram að undanúrslitum í tvíliðaleik og meistaraflokki. Á morgun, sunnudag, verður leikið til úrslita í hinum 8 flokkunum.
Eftirtaldir leika til úrslita:
ÁMU