Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Kristinn og Nevena sigruðu á lokamóti Grand Prix

Lokamót Grand Prix mótaraðar BTÍ fór fram laugardaginn 27. apríl 2019. Keppt var í karlaflokki og kvennaflokki þeirra átta  leikmanna sem voru stigahæst að loknum þremur Grand Prix mótum keppnistímabilsins.

Í karlaflokki léku til úrslita Magnús K. Magnússon, Víkingi gegn Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, BH. Um hörkuleik og spennandi leik var að ræða þar sem Magnús sigraði í oddalotu 4 – 3  (11-5, 7-11, 11-6, 9-11, 11-7, 7-11 og 11-4).

Í kvennaflokki léku til úrslita Nevena Tasic Víkingi gegn Kristínu Ingibjörgu Magnúsdóttur, KR. Nevena sigraði örugglega 4 – 0 (11-6, 11-3, 11-5, 11-0).

Úrslit voru eftirfarandi:

Kvennaflokkur:

1.      Nevena Tasic Víkingur

2.      Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR

3-4.   Agnes Brynjarsdóttir Víkingur

3-4.  Harriet Cardew  BH

Karlaflokkur:

1.      Magnús K. Magnússon Víkingur

2.      Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson BH

3-4.   Örn Þórðarson HK

3-4.  Pétur Marteinn Urbancic Tómasson BH

Frétt og myndir frá Pétri Stephensen.

Viðbót ÁMU:

Í 5.-8. sæti í kvennaflokki voru: Alexía Kristínardóttir Mixa, BH; Lára Ívarsdóttir, KR; Sól Kristínardóttir Mixa, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi.

Í 5.-8. sæti í karlaflokki voru: Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Víkingi; Hákon Atli Bjarkason, ÍFR og Óskar Agnarsson, HK.

ÁMU

Aðrar fréttir