Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Magnús Kristinn og Sigrún Ebba sigruðu á Grand Prix móti Víkings og Pepsi

Fyrsta Grand Prix mót vetrarins fór fram TBR-húsinu laugardaginn 2. nóvember. Til leiks voru skráðir 31 keppendur í karlaflokki og 5 í kvennaflokki frá BH, HK, KR og Víkingi.

Magnús K. Magnússon úr Víkingi sigraði Þjóðverjann Kai Kappe, sem keppir fyrir KR, í oddalotu í skemmtilegum úrslitaleik (9-11, 11-9, 8-11, 11-9, 5-11, 12-10, 11-6), Kai var kominn í 10-8 í 6. lotu en Magnús gafst ekki upp, vann lotuna og síðan leikinn í oddalotu.
Í kvennaflokki var úrslitaleikurinn ekki síður spennandi. Sigrún Ebba Tómasdóttir úr KR vann Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK 4-3 (8-11, 4-11, 11-5, 11-5, 13-11, 7-11, 13-11). Kolfinna komst í 2-0 og var yfir 10-8 í úrslitalotunni en Sigrúnu tókst á hafa sigur 13-11. Í undanúrslitum hafði Kolfinna sigrað stigahæsta leikmanninn, Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR.
ÁMU

Aðrar fréttir