Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Kristinn og Sigrún Ebba sigruðu í meistaraflokki á Kjartansmótinu

Verðlaunahafar í meistaraflokki karla (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson).

Seinni hluti Kjartansmótsins í borðtennis fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól, og fór fram punktamót í öllum flokkum. Magnús Kristinn Magnússon, Víkingi og Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR, sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna.

Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi og Kolfinna Bergþóra Bjarnardóttir, HK, sigruðu í 1. flokki karla og kvenna.
Í 2. flokki sigruðu Erlendur Guðmundsson, Víkingi og Guðrún Gestsdóttir, KR.

Þátttaka var góð á mótinu og var leikið eftir nýju fyrirkomulagi í stærri flokkunum, þar sem leikið var um hvert sæti. 
Talsvert var um óvænt úrslit og það var aðeins í meistaraflokki karla sem stigahæsti leikmaðurinn sigraði í viðkomandi flokki.

ÁMU

Aðrar fréttir