Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Kristinn og Sigrún Ebba sigruðu í meistaraflokki á punktamóti KR

Verðlaunahafar í meistara- og 1. flokki kvenna (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Borðtennisdeild KR hélt fyrsta punktamót keppnistímabilsins í Íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Keppt var í öllum flokkum karla og kvenna og komu keppendur frá BH, HK, KR og Víkingi.

Magnús Kristinn Magnússon, Víkingisigraði í meistaraflokki karla. Hann vann Gunnar Snorra Ragnarsson úr KR 3-0 (11-8, 11-8, 11-9) í úrslitum. Í undanúrslitum sigraði Magnús Kára Mímisson úr KR 3-0 en Gunnar lagði Pétur Martein Tómasson úr KR 12-10 í oddalotu. Gunnar Snorri sigraði Kára 3-1 í riðlinum, en Kári var næststigahæsti leikmaðurinn í flokknum. Magnús tapaði aðeins einni lotu á mótinu, fyrir Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni úr Víkingi í riðlinum.

Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR, sigraði í meistaraflokki kvenna. Hún lagði Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK 3-1 (11-4, 14-12, 9-11, 11-9) í úrslitaleik. Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi varð þriðja og Sveina Rósa Sigurðardóttir úr KR fjórða. Sveina er aðeins 10 ára gömul.
ÁMU (uppfært 1.10.)

Aðrar fréttir