Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús og Magnús, Lóa og Nevena sigruðu á Hjálmarsmótinu

Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH sigruðu í tvíliðaleik karla og Lóa Floriansdóttir Zink og Nevena Tasic, Víkingi, í tvíliðaleik kvenna á Hjálmarsmótinu, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 7. febrúar. Mótið er haldið til minningar um Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennara í Hagaskóla og borðtennismann úr KR, sem lést árið 2020.

Keppni í tvíliðaleik í gangi

Í tvíliðaleik var leikið í riðlum og siðan með útslætti upp úr riðlunum. Hluti leikmanna valdi sig saman af handahófi, með því að setja nöfnin sín í pott.

Verðalunahafar karla, Jóhannes og Tómas vantar

Í karlaflokki sigruðu nafnarnir þá Birgi Ívarsson, BH og Inga Darvis Rodriguez, Víkingi 3-1 í úrslitum. Magnús og Magnús sigruðu Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson og Tómas Inga Shelton, BH 3-0 í undanúrslitum. Birgir og Ingi Darvis lögðu bræðurna Gest og Pétur Gunnarssyni 3-2 í hörkuleik í hinum undanúrslitunum.

Frá útslitaleik í tvíliðaleik kvenna

Þær Lóa og Nevena sigruðu Láru Ívarsdóttur og Þóru Þórisdóttur, KR 3-1 í úrslitum. Lóa og Nevena unnu Önnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Gestsdóttur, KR 3-0 í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitunum sigruðu Lára og Þóra fyrrum Íslandsmeistara Aldísi Rún Lárusdóttur og Guðrúnu G Björnsdóttur, KR 3-0. Guðrún hefur ekki keppt á mótum á Íslandi í mörg ár en er í stuttri heimsókn á Íslandi.

Verðlaun á Aðalmótinu

Leikið með öfugri hönd

Seinna um daginn var haldið sk. Aðalmót, þar sem leikið var með „öfugri“ hönd. Birgir Ívarsson, BH, sigraði í karlaflokki, og Guðrún Gestsdóttir, KR í kvennaflokki.

Birgir vann Magnús Gauta Úlfarsson, BH, 3-2 í úrslitum. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi og Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH höfnuðu í 3.-4. sæti.

Guðrún lagði Ársól Clöru Arnardóttur, KR 3-0 í úrslitum. Í 3.-4. sæti urðu Anna Sigurbjörnsdóttir, KR og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR.

Á mótinu var notað nýtt app til mótahalds, sem Einar Geirsson, borðtennismaður úr KR hefur verið að þróa. Appið heitir tournero og má með því halda mót án pappírs. Sjá má úrslit úr leikjum Hjálmarsmótsins í appinu, https://tournero.app/tournament/DfWn3f3zmm6GTuvRdGys

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og Ástu M. Urbancic.

Aðrar fréttir